Orkan fer öll í eitthvað annað en bloggið þessa dagana. Um helgina var tætt á þorrablót í Hlíðinni fríðu þar sem Sumarhúsabóndinn og frú voru með uppistand. Sumarhúsabóndinn tróð upp í vænu rósóttu pilsi og snoturri blússu þó með prjónahúfuna en kona hans spurði hvort að hann væri að fara í húsin eins og þetta væri hversdagslegur búningur. Við systkinin djömmuðum saman og skemmtum okkur konunglega. Nökkgrísinn var ættinni til sóma og fyrirmyndar og sá um skemmtiatriði. Eftirköstin eftir helgina er hinsvegar að maddaman liggur heima í pest en er öll að hressast sem betur fer.
Helgina áður var brunað á Húsavík að sækja Gunnu frænku heim og hlýða á Hvanndalsbræður á Gauknum og var það hin besta skemmtun. Maddaman mælir með Frostavetrinum mikla 1918 með þeirri sveit. Einnig var tætt í jarðböðin í Mývatnssveit og Óla sýnt Námaskarð en greyið hafði aldrei komið þangað svo hann myndi. Um næstu helgi er fyrirhuguð stóísk ró og huglæg atferlismeðferð til að ná sér niður eftir roadtrippin.
miðvikudagur, febrúar 14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli