Maddaman gerði góða för til Fjáreyjanna og er hálf þunglynd yfir því að hafa þurft að yfirgefa þokuna og rigninguna og koma heim í svækjuna til Páls.
Maddaman brunaði um eyjarnar og smalaði lítillega til rúnings með fjárbændum, vitjaði sögustaða og verslaði í Rousa.
Gestgjafarnir voru betri en nokkrir hótelhaldarar og matreiddu skerpikjöt og allskyns kræsingar handa maddömunni mörgum sinnum á dag. Maddaman gat þó alveg hamið sig yfir hvalspikinu sem að þessi ágæta þjóð gaddar í sig eintómt. Maddaman sló í gegn með því að skilja færeyskar samræður þrátt fyrir að bæði ákavíti og fleira gott væri komið í spilið. Hápunkturinn var svo sjálf Ólafsvakan sem gengur út á það að þramma upp og niður götu sem er rétt rúmlega lengri en Bankastræti og hitta fólk. Veðrið var reyndar ansi þokukennt og vott og ausandi rigning seinni nóttina. Færeyski gestgjafinn kvað maddömuna heilsa fleiri innfæddum en gestgjafinn sem þó er borinn og barnfæddur í Þórshöfn!!!!
Laugardagskvöldið sem er aðalkvöldið var þó mesta snilldin en þá tók maddaman þátt í söngnum með innfæddum og fótatraðkaði svo hraustlega á eftir og söng Orminn langa sem er eina færeyska lagið sem maddaman kann. Maddaman komst í kynni við marga efnilega færeyska piparsveina sem allir voru voðalega lítið fráskildir og eiginlega býsna efnilegir, doldið litlir kannski en eins og alltaf röltu myndarlegustu mennirnir um með barnavagna!!!
Annars sá maddaman skýringuna á því afhverju færeyskir karlmenn eru svona kýttaðir í herðunum en það er auðvitað afþví að göturnar eru svo hroðalega brattar og barnavagnarnir svo þungir.
Hápunkturinn var þó íslenski strákurinn sem ætlaði að hössla eina færeyska og stóð í þeirri meiningu að maddaman væri færeysk (afþví að maddaman er seig í færeyskunni) þangað til að maddaman sprakk úr hlátri! Færeyjar svo urla stúttlige!!!
þriðjudagur, ágúst 1
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli