Klukkan níu í morgun, hringdi síminn og vakti maddömuna sem var með góðan draum í gangi eins og þar stendur. Á línunni er dönskumælandi kona sem segist heita Inger og vera heimahjúkrunarkona og óskar maddömunni innilega til hamingju. Maddaman þakkar fyrir auðsýndan hlýhug og spyr svo varlega hvað sé verið að gratúlera með. Heimahjúkrunakonan segir maddömunni það í fréttum að hún hafi fengið fax um að það um helgina að hún sé búin að fæða!!!! Jahá segir aumingja maddaman og stóð nokkuð um hvort ég eignaðist dreng eða stúlku?
Fyrir þessu hafði heimahjúkrunarkonan ekki spé og maddaman flýtti sér að segja að það væri ekki fjölgunarvon á hennar heimili henni vitanlega!!!
Í annan stað er eitthvert kvendi í Virgínu sem að kommentaði á síðustu færslu og hrósar maddömunni fyrir skemmtilegt blogg! Maddömunni fýsir að vita hvort að hún er vel að sér í íslensku!
mánudagur, ágúst 22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Selja, þetta er bara massa fyndið blogg. Ég hreinlega missti mig af hlátri og sé alveg fyrir hjúkrunarkonuna þegar hún hefur áttað sig á því að þetta var eitthvað mis......
...eða á maður kannski að óska þér til hamingju með frumburðinn? :) hehehe
Nei ekki strax,það er ekki farið að efna niður í frumburðinn enn:o)
Æðislegt alveg!!!!!!
RLÞ
En frábært að eignast frumburðinn bara svona með einni símhringingu!! Skil hins vegar ekki hversu húmorssnauð hjúkkan hefur verið, þetta er náttúrulega bara fyndið:) Bkv. Arna Hösk.
Já tær snilld og ég hlakka svooo mikið til að eignast annað barn, því að það er víst svo miklu léttara;0)
Skrifa ummæli