Mér hafði mistekist eitthvað að vista myndirnar af fasteignasíðunni en getur verið að eigendurnir lumi á þeim og ég láti þær inn seinna;o)
Í dag er konudagurinn og á morgun 25. verð ég 31. árs. Það er hafinn andlegur undirbúningur yfir því að vera komin á fertugsaldur en hvað um það ég hef allavega aldrei verið eins hamingjusöm og glöð á ævinni. Eiginmaðurinn elskulegi færði mér blómvönd áðan í tilefni konudagsins og svo afmælisgjöf líka. Við hlökkum ægilega til að fara að hreiðra um okkur á Ljósvallagötunni Nýtt heimasímanúmer þegar við flytjum þangað verður 5515378.
sunnudagur, febrúar 24
föstudagur, febrúar 22
Myndir
Get einhverra hluta vegna ekki sett myndirnar inn!!! Verð að lofa myndum eftir framkvæmdir;O)
þriðjudagur, febrúar 19
Tveggja blogga mánuður;O)
Í fréttum er þetta helst að við Niels tæmdum vasana heldur betur og keyptum okkur ægilega sæta 3 herbergja tæplega 70 fermetra kjallaraíbúð sem stendur við Ljósvallagötu 14. Íbúðin er á besta stað í bænum og rólegir nágrannar í Hólavallakirkjugarði. Við fáum hana núna í mars og ætlum að strjúka yfir með pensli og leggja smá parkett og vera flutt inn fyrir páska. Ég læt inni myndir á morgun til að sýna ykkur dýrðina;O)
mánudagur, febrúar 4
Nýtt blogg á nýju ári.......
Hér hefur óneitanlega ekki verið mikið líf undanfarið......en allavega gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Héðan af Ásvallagötunni er allt gott að frétta brjálað að gera í vinnunni hjá okkur báðum. Ég er búin að bregða mér í eina vinnuferð í janúar til Köben þar sem prógrammið var frekar stíft en lofa að bæta ykkur það upp síðar Köbenbúar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)